Mobility hefur samstarf við Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfara

Mobility og Pétur Örn Gunnarsson, sjúkraþjálfari hefja samstarf og mun Pétur Örn sjá um mælingar og ráðleggingar varðandi hjálpartæki fyrir viðskiptavini Mobility.

Pétur Örn starfar dags daglega hjá Sjúkraþjálfun Íslands og hefur mjög mikla og víðtæka reynslu í sjúkraþjálfun og hefur meðal annas verið sjúkraþjálfari Íslenska landsliðsins í handbolta og fótbolta í mörg ár.

Menntun

B.Sc í sjúkraþjálfun frá HÍ 1997

Starfsferill

Sjúkraþjálfun Íslands frá 1997.
Sjúkraþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu frá 2016.
Sjúkraþjálfari A landsliðs karla í handknattleik frá 2008.
Sjúkraþjálfari hjá körfuknattleiksdeild KR 1997-2003.
Sjúkraþjálfari hjá Fram Fótboltafélagi frá 2002.

Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Pétur Örn í Mobility liðið og hann mun án efa bæta þjónustuna okkar

https://www.sjukratjalfun.is/starfsmadur/?smid=2059

Ozon ehf semur við Trekinetic

Trekinetic hjólastólarnir eru hannaðir af Mike Spindle sem er verkfræðingur sem vann við Formúla 1 kappakstursbíla áður en hann byrjaði að hanna hjólastól sem getur farið þar sem aðrir hjólastólar fara ekki þeas utan vegar.

Það tók 6 ár og 14 prototýpur af stólum áður en Mike var fullkomlega ánægður með meistaraverkið.

Við hlökkum til að fá sýnishorn af stólnum til Íslands svo að hægt sé að prófa hann við Íslenskar aðstæður

Hjólastólar.is verður Mobility.is

Þar sem við leggjum meiri áherslu á ýmis hjálpartæki önnur en hjólastóla þá var tekin sú ákvörðun að breyta nafni verslunarinnar í Mobility.is en það hjálpar einnig fólki sem ekki talar íslensku að finna verslunina. Við fáum mikið af fyrirspurnum frá ferðamönnum og viljum koma til móts við þann hóp.

Mobility þýðir hreyfing án takmarkanna og það er einmitt það sem við viljum bjóða okkar viðskiptavinum

Þessa dagana eru hjólin frá Van Raam  okkar vinsælasta vara og margir að gera sig klára fyrir næsta sumar og búnir að panta hjól eða eru að ákveða sig en það tekur 8-10 vikur að framleiða hjólið og koma því til Íslands.

Mikið er spurt um Alinker gönguhjólið en það hentar fólki sem hefur ennþá einhvern styrk í fótunum og vill ekki nota hjólastól.

Nýjasta hjólið okkar heitir Petra Racerunner en það er hlaupahjól hannað af Connie Hansen sem er margfaldur ólympíumeistari fatlaðra frá Danmörku.

Úrvalið á Mobility er mikið og við bjóðum þig velkomin í heimsókn í sýningasal okkar í Bugðufljóti en best er að hringja í síma 8989097 og panta tíma.

Ozon semur við Elixinol

Ozon ehf hefur skrifað undir dreifingarsamning við Elixinol

Elixinol er einn af stærstu og traustverðugustu framleiðendum af hampvörum í USA og eru einnig að koma sér fyrir í öðrum heimsálfum

Við erum stolt af því að geta boðið uppá gæðavörurnar frá Elixinol og viðskiptavinir okkar geta átt von á því að sjá þær fljótlega á heimasíðu okkar Hempliving.is 

Ozon hefur samstarf með Endoca

Ozon ehf hefur hafið samstarf við Endoca

Endoca var stofnað árið 2008 af Henry Vincenty.

Henry lærði líffræði og genafræði í háskólanum í Kaupmannahöfn og var í mörg ár að ferðast um heiminn í mannúðarverkefnum,

Mannúðar áhrif frá Henry er að gæta í vörunum frá Endoca en þeirra markmið er að vímuefnalausir kannabínóðar séu aðgengilegir fyrir alla í heimnum.

Þeirra markmið er að bæta lífsgæði fólk með lífrænu mataræði með hamp sem grunn.

Endoca býður uppá mikið úrval af CBD vörum eins og olíur, krem, hylki, tyggjó, kristalla, pillur, duft, ofurfæði og CBD fyrir hunda og ketti

 

 

Ozon hefur samstarf við By Connie Hansen

Ozon hefur hafið samstarf við Danska fyrirtækið By Connie Hansen
Fyrirtækið er stofnað og rekið af Connie Hansen.

Connie keppti þrisvar sinnum á ólympíuleikum fatlaðra og vann samtals 9 gullverðlaun, 4 silfurverðlaun og 1 brons.

 

By Connie Hansen sérhæfir sig í hlaupahjólum fyrir hreyfihamlaða en ekki hefur verið boðið uppá sambærileg hjól á Íslandi áður.

Frekari upplýsingar er að finna á http://www.hjolastolar.is

Ozon byrjar samstarf við GoHarry

GoHarry er þýskt fyrirtæki sem framleiðir hjálpartæki.
Ozon hefur byrjað að selja GoHarry hækjur sem standa sjálfar og er því auðvelt að leggja frá sér.

Allir sem hafa þurft að nota hækjur vita að það er ekki hægt að leggja þær frá sér án þess að þær detti um koll .

Þú einfaldlega snýrð annari hækjunni 180 gráður og festir hækjurnar saman og þær standa sjálfar

  • Hækjurnar eru alltaf við hliðina á þér
  • lausnin sparar pláss
  • lausnin kemur í veg fyrir slys
  • Þú þarft ekki að treysta á aðra til að rétta þér hækjurnar

 

Ozon ehf dreifingaraðili fyrir Alinker

Ozon ehf hefur samið við Alinker um að vera dreifingaraðili Alinker á Íslandi.
Alinker er ný hugsun í hjálpartækjum og brúar bilið milli hjólastóla og göngugrindar.


Barbara Alink er hönnuðurinn á bakvið Alinker, hún er Hollensk en býr í Kanada.

Móðir Barböru var á göngu með dóttir sinni þegar þau mættu eldri borgunum sem voru í hjólastólum og móðirin sagði upphátt að hún ætlaði sér aldrei að enda í hjólastól því það væri bókstaflega litið niður á þá sem eru í hjólastól.  Þetta fékk Barböru til að hugsa hvað hún gæti gert til að breyta þessari hugsun og nokkrum árum seinna fæddist Alinker.


Stór hluti hjólastólanotenda getur notað fæturna að einhverju leiti en um leið og fólk fer að nota hjólastól þá minnkar getan töluvert því vöðvarnir fá ekki örvunina sem þeir þurfa.  Þegar þú ert á Alinker þá ertu í augsambandi við fólkið í kringum þig og þá er ekki litið niður á þig.


Alinker heldur fólki lengur á fótum því þú þarft að nota fæturna þó svo að mesti þunginn hvíli á hnakknum.

Leikkonan Selma Blair er greind með MS og hefur tekið ástfóstri við Alinker og hefur það vakið mikla athygli í Hollywood.


hjolastolar.is eru með sýnishorn af Alinker ef þú vilt prófa

Ozon semur við Wike bicycles

Wike bicycles er Kanadískt fyrirtæki sem leggur metnað í að framleiða sínar vörur sjálft og gerir miklar kröfur um gæði.


Wike leggur áherslu á hjólavagna og það sem dró áhuga Ozon voru hjólavagnar fyrir unglinga og fullorðna sem ekki geta hjólað sjálf.


Salamandran frá Wike fékk gullverðlaun á Eurobike 2018 en Salamandran er hjól sem breytist í vagn og öfugt.