Wike bicycles er Kanadískt fyrirtæki sem leggur metnað í að framleiða sínar vörur sjálft og gerir miklar kröfur um gæði.
Wike leggur áherslu á hjólavagna og það sem dró áhuga Ozon voru hjólavagnar fyrir unglinga og fullorðna sem ekki geta hjólað sjálf.
Salamandran frá Wike fékk gullverðlaun á Eurobike 2018 en Salamandran er hjól sem breytist í vagn og öfugt.