Mobility hefur samstarf við Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfara

Mobility og Pétur Örn Gunnarsson, sjúkraþjálfari hefja samstarf og mun Pétur Örn sjá um mælingar og ráðleggingar varðandi hjálpartæki fyrir viðskiptavini Mobility.

Pétur Örn starfar dags daglega hjá Sjúkraþjálfun Íslands og hefur mjög mikla og víðtæka reynslu í sjúkraþjálfun og hefur meðal annas verið sjúkraþjálfari Íslenska landsliðsins í handbolta og fótbolta í mörg ár.

Menntun

B.Sc í sjúkraþjálfun frá HÍ 1997

Starfsferill

Sjúkraþjálfun Íslands frá 1997.
Sjúkraþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu frá 2016.
Sjúkraþjálfari A landsliðs karla í handknattleik frá 2008.
Sjúkraþjálfari hjá körfuknattleiksdeild KR 1997-2003.
Sjúkraþjálfari hjá Fram Fótboltafélagi frá 2002.

Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Pétur Örn í Mobility liðið og hann mun án efa bæta þjónustuna okkar

https://www.sjukratjalfun.is/starfsmadur/?smid=2059

Ozon ehf semur við Trekinetic

Trekinetic hjólastólarnir eru hannaðir af Mike Spindle sem er verkfræðingur sem vann við Formúla 1 kappakstursbíla áður en hann byrjaði að hanna hjólastól sem getur farið þar sem aðrir hjólastólar fara ekki þeas utan vegar.

Það tók 6 ár og 14 prototýpur af stólum áður en Mike var fullkomlega ánægður með meistaraverkið.

Við hlökkum til að fá sýnishorn af stólnum til Íslands svo að hægt sé að prófa hann við Íslenskar aðstæður