Hjólastólar.is verður Mobility.is

Þar sem við leggjum meiri áherslu á ýmis hjálpartæki önnur en hjólastóla þá var tekin sú ákvörðun að breyta nafni verslunarinnar í Mobility.is en það hjálpar einnig fólki sem ekki talar íslensku að finna verslunina. Við fáum mikið af fyrirspurnum frá ferðamönnum og viljum koma til móts við þann hóp.

Mobility þýðir hreyfing án takmarkanna og það er einmitt það sem við viljum bjóða okkar viðskiptavinum

Þessa dagana eru hjólin frá Van Raam  okkar vinsælasta vara og margir að gera sig klára fyrir næsta sumar og búnir að panta hjól eða eru að ákveða sig en það tekur 8-10 vikur að framleiða hjólið og koma því til Íslands.

Mikið er spurt um Alinker gönguhjólið en það hentar fólki sem hefur ennþá einhvern styrk í fótunum og vill ekki nota hjólastól.

Nýjasta hjólið okkar heitir Petra Racerunner en það er hlaupahjól hannað af Connie Hansen sem er margfaldur ólympíumeistari fatlaðra frá Danmörku.

Úrvalið á Mobility er mikið og við bjóðum þig velkomin í heimsókn í sýningasal okkar í Bugðufljóti en best er að hringja í síma 8989097 og panta tíma.